Bláberja ostakaka

Ég þakka Guðrúnu Svönu systir fyrir áskorunina. Hun vildi meina að ég hefði bakstursgenin frá mömmu, mér finnst ekkert leiðinlegt að baka en ég verð að viðurkenna það að ég var í miklum vandræðum að velja uppskrift en ákvað loks að velja Bláberja ostaköku en hún er mjög vinsæl þegar veislur eru og klárast nánast strax.
Þessi uppskrift er mjög einföld.

Bláberja ostakaka
200 gr smjörlíki
1/2 pakki homeblest súkkulaðikex
1/2 pakki grahamskex

Bræðið smjörið, myljið kexið og hræðið vel saman í potti.
Hellið í botninn á fati, jafnið út um allt.

Fylling
1 peli rjómi
200 gr rjómaostur
1 lítil dós bláberjaskyr
1/2 bolli flórsykur

Bláberjasulta

Þeytið rjómann
Þeytið saman ostinum, skyr og flórsykur þar til blandan er kekkjalaus.
Hrærið rjómanum varlega útí.
Hellið blöndunni yfir kexið og smyrjið varlega yfir.
Gott er að setja kökuna í kæli í 2 klst. áður en sett er bláberjasulta yfir.

Ég ætla að skora á Dagný Ósk Hermannsdóttur en ég held að hún yrði ekki í vandræðum með að deila góðri uppskrift.

Bestu kveðjur,
Svava Pétursdóttir