Eftirréttur meistaranna

Gísli Pálsson, takk kærlega fyrir áskorunina! Húsfreyjan á Felli skorast nú ekki undan einni slíkri.
Eftir unna körfuboltaleiki er gott að slaka á og fá sér eitthvað gott í gogginn, svona í eftirrétt.
Hér að neðan er uppskrift af einföldum eftirrétti sem skorar hátt á meðal liðsfélaganna.
Það sem þarf að eiga er eftirfarandi:

-Papriku smurostur
-Salsa sósa
-Gúrka
-Kálhaus
-Rauðlaukur
-Tómatar
-Svartur doritos (eða annað snakk að vild)

Hálfum papriku smurosti og salsasósu er blandað saman og smurt í eldfast mót. Grænmetið er smátt skorið og dreift yfir. Hægt er að strá rifnum osti yfir ef fólk vill. Borðast kalt með góðu snakki og í góðum félagsskap.
Að lokum skora ég á góða vinkonu og matgæðing mikinn, Sigríði Erlu Sturludóttir.

Gunnhildur Gunnarsdóttir