Einfaldasti kjúklingaréttur í heimi


Takk fyrir áskorunina Silja mín, ég mun að sjálfsögðu ekki skorast undan.
Á annasömum dögum er svo gott að luma á uppskriftum að einföldum og fljótlegum réttum sem sem hægt er að töfra fram á örskotsstundu.

Hér kemur uppskrift að rétti sem ég ætla að leyfa mér að titla sem “einfaldasta kjúklingarétt í heimi.” En þessi réttur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili

4 kjúklingabringur
4 dl tómatsósa
3 dl rjómi
0,5 tsk svartur pipar
1 tsk salt
2 tsk karrí

Kjúklingabringurnar skornar í bita steiktar á pönnu og settar í eldfast mót.
Tómatsósu, rjóma og kryddi hrært saman og hellt yfir kjúklinginn. Eldað við 175 í 20 mín. Borið fram með hrísgrjónum.

Að lokum ætla ég að skora á vinkonu mína og granna hana Þóru Stefánsdóttur til að deila með okkur uppskrift.

Guðfinna Rúnarsdóttir