Fiskur í raspi

Góðan daginn , ég vil þakka henni Þóru kærlega fyrir þessa áskorun. Það er fátt betra en að éta á sig gat og hvað þá ef að maturinn er nokkuð hollur. Ég hafði hugsað mér að finna eldheita pakistanska uppskrift en endaði á einni mjög íslenskri.

Þau hráefni sem þarf eru:

2 flök þorskur/ýsa

2 x laukur

smjörlíki

kartöflur

hveiti

egg

raspur

Ég byrja á því að skera annan laukinn gróflega niður og  dreifa honum í eldfast mót ásamt nokkrum klípum af smörlíki. Sker svo hvert fiskiflak í sirka 3-4 búta og velti upp úr hveiti, eggjum og raspi. Legg svo flökin ofaná laukinn í eldfasta mótinu. Sker hinn laukinn niður og dreifi yfir fiskinn ásamt smjörlíki. Þetta fer svo inn í 200 gráðu heitan ofn í ca 20 mín. Mér finnst mjög gott að sjóða kartöflur með. Þessi réttur er einfaldur og klikkar aldrei.

Mig langar að skora á hana systur mína Elínu Sóley að koma með uppskrift í næsta blað.