Grænn og vænn – Uppskrift 18.05.17

Ein uppáhaldsuppskriftarsíðan mín er Alkaline Sisters (www.alkalinesisters.com). Þar eru hollar og góðar uppskriftir fyrir þá sem kunna að meta grænmeti og aðra góða rétti. Þar er hægt að fá fullt af flottum hugmyndum. Ég reyni að nýta það sem ég á til í ísskápnum og breyti því oft uppskriftunum eftir því og er þess vegna ekki mjög nákvæm þegar kemur að því að tala um magn. Þetta er allt sett í blandaran og eftir örskamma stund er þetta tilbúið til að njóta.

Grænn og vænn

Gúrka (1/2 stk)
Grænkál, spínat eða annað grænt (1 lúka)
Fersk minta (u.þ.b. 5 lauf))
Fersk steinselja (aðeins minna en af mintunni)
Engiferrót (1 cm eða meira)
Avakadó (1 stk)
Kókosvatn (1 bolli)
Límóna (safi úr 1 stk límónu)
Verði ykkur að góðu!

Ég ætla að skora á vinkonu mína hana Sóley Hrönn Sigurþórsdóttir til að senda inn næstu uppskrift.

Arndís Halla Jóhannesdóttir