Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Hafrafitnesskökur Helgu Sveins

Stelpurnar í blakinu neita að fara á mót nema þessar kökur séu meðferðis!

1 bolli lint íslenskt smjör
½ “ hrásykur
1 “ púðursykur
2 tsk vanillusykur
2 egg

Aðferð:
Hrært vel saman þangað til það verður ljóst og létt
1 bolli fínt spelt
1 tsk matarsódi
½ “ salt
½ “ kanill
Sett út í blönduna og að síðustu er sett

3 bollar haframjöl
200 gr. Suðusúkkulaði- dropar eða litlir bitar
Sett á plötuna með 2 teskeiðum og bakað í ca. 8 – 10 mín. (fer eftir stærð) við 200° C
Mjög gott að hafa með sér í ferðalög eins og blakmót o.þ.h. eða bara eiga í boxi ef gesti ber að garði. Njótið vel.
Ég skora á Jóhönnu Maríu Ríkharðsdóttur, góða samstarfskonu mína, til að koma með einhverja ljúffenga uppskrift í næsta póst.
Helga Sveinsdóttir