Hollt og gott túnfisksalat!

Silja Katrín Davíðsdóttir

Ég þakka mömmu minni fyrir áskorunina, ég ætla að gefa ykkur uppskrift af einföldu  og hollu salati sem endar oft í nestisboxinu mínu í skólanum þar sem það er fljótlegt að gera þetta.

1/2 mangó

1 grænt epli

1/2 gúrka

1/2 púrrulaukur/rauðlaukur

250gr kotasæla

Fetaostur (dass)

1 dós túnfiskur í vatni

Salt&pipar

Allt grænmetið og ávextir skorið smátt og öllu hrært saman.

Hægt er að setja þetta á hrökkbrauð eða kex.

Persónulega finnst mer best að setja spínat í box og nota helminginn af þessari uppskrift ofan á það í nesti.

Ég skora á Halldóru Kristínu vinkonu mína að setja uppskrift í næsta blað!

Takk fyrir mig, kveðja Silja Katrín.