Ísostakaka

Takk fyrir áskorunina kæri bróðir, hérna er ein eðal uppskrift sem er alltaf ótrúlega þægileg og góð.

Botn:

1 poki makkarónukökur

100g brætt smjör

Aðferð:

Myljið makkarónurnar og setjið í botninn á meðalstóru formi. Gott er að mylja þær með plastpoka og rúlla yfir með kökukefli eða nota matvinnsluvél. Hellið smjörinu jafnt yfir og þéttið vel.

Fylling:

300g rjómaostur

200g flórsykur

1/2 l rjómi, þeyttur

Aðferð:

Þeytið rjómaost og flórsykur saman. Blandið þeyttum rjóma varlega saman við. Setjið ofan á botninn í forminu, jafnið vel og látið í frysti. Fyllingin á að frjósa alveg í gegn áður en lengra er haldið.

Krem:

1 dós sýrður rjómi

200g suðusúkkulaði eða rjómasúkkulaði

Síðan er hægt að setja ber ofan á sem skreytingu

Aðferð:

Bræðið súkkulaði og blandið saman við sýrða rjómann. Takið kökuna úr frysti og smyrjið kreminu á meðan hún er frosin. Setjið kökuna aftur í frysti. Takið kökuna úr frysti 30 mín fyrir framreiðslu.

Ég ætla að skora á nöfnu mína hana Elínu Ingu Lárusdóttir til að koma með uppskrift í næsta blaði.

 

Elín Sóley