Kaffiristaðar gulrætur

Ég vil þakka Silju kærlega fyrir áskorunina. Mig langar að deila með ykkur uppskrift af ljúffengum kaffiristuðum gulrótum sem gaman er að hafa til meðlætis.

500 gr. miðlungsstórar gulrætur (svo sem regnbogagulrætur)

¾ tsk.  malaðar kaffibaunir

½ tsk. púðursykur

salt og pipar

2 tsk. söxuð steinselja

1 tsk. rifinn sítrónubörkur

Hitið ofninn í 200°C. Veltið gulrótunum uppúr olíunni, kaffinu og púðursykrinum, saltið og piprið létt. Raðið jafnt á bökunarplötu og bakið í 25-30 mínútur eða þangað til gulræturnar eru orðnar mjúkar og gylltar (gott er að velta þeim örlítið til þegar bökunartíminn er hálfnaður). Raðið gulrótunum svo á bakka og dreifið yfir þær saxaðri steinselju og rifnum sítrónuberki.

Halldóra Kristín