Kjúklingaréttur mömmu

Þetta er kjúklingaréttur sem móðir mín gerði oft fyrir mig þegar ég var yngir og fannst alveg æðislegur og einstaklega gaman að borða.

1 stk kjúklingur, soðinn með sellerí, lárviðarlaufi og gulrætum. Þegar hann er soðinn þá er kjötið tekið af beinunum.

50 gr. smjör sett í pott ásamt 2 msk. af karrý

2 epli afhýdd og skorin í bita ásamt 2-3 laukum bætt í smjörblönduna og látið malla, ekki brúnað.

1-2 msk. af hveiti stráð yfir ásamt paprikudufti og hrært saman við ásamt hnífsoddi af kanill.

Því næst er 2-3 msk. af soyjasósu sett í skál með 1 msk. af púðursykri og 3 msk. af kjúklingasoðinu. Þessu er blandað saman og sett svo út í epla og laukblönduna.

Nú má kjúklingurinn fara út í ásamt 1 pela af kaffirjóma.

Þessi réttur er svo borinn fram með hrísgrjónum, rúsínum, salthnetum, bönunum, kókosmjöli og ananas.

Ég skora á íþróttakennarann Gísla Pálson, hann kemur örugglega með eitthvað hollt og gott 😊