Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Kjúklingur fyrir lengra komna

3-4 kjúk­linga­bring­ur
1 stór gul­ur lauk­ur, saxaður smátt
1 askja svepp­ir, saxaðir
2 stór­ar gul­ræt­ur, skorn­ar í frek­ar þunn­ar sneiðar
½ krukka sólþurrkaðir tóm­at­ar, nota ol­í­una líka
100 g hreinn rjóma­ost­ur
1 askja rjóma­ost­ur með sólþurrkuðum tómöt­um
1-2 ten­ing­ar líf­rænn kjúk­lingakraft­ur
2 msk ferskt timí­an eða 1 msk þurrkað
1 peli rjómi
smjör
salt og pip­ar

Aðferð:
Skerðu hverja bringu niður í 3 bita. Steiktu kjúk­linga­bit­ana á pönnu upp úr klípu af smjöri og ol­í­unni af tómöt­un­um. Kryddaðu með salti og pip­ar og settu í eld­fast mót. Notaðu sömu pönnu án þess að þrífa hana og bættu við 1msk af smjöri. Steiktu allt græn­metið svo það brún­ist vel. Bættu timí­an við síðast. Lækkaðu hit­ann og settu tómatana, rjóma­ost­ana, kraft­inn og rjómann á pönn­una.
Hrærðu allt vel sam­an og smakkaðu þig til með salti og pip­ar. Helltu blönd­unni yfir kjúk­ling­inn í eld­fasta mót­inu og settu inn í ofn í 20-30 mín­út­ur á 180° Gott að setja álp­app­ír yfir mótið fyrstu 10-15 mín­út­urn­ar svo hann brenni ekki.

Ég skora á Guðlaugu Ágústsdóttur sem vildi endilega leika mig á þorrablótinu.

Bylgja Baldursdóttir