Kjúklingur með chilli

Ég ætla að byrja á því að þakka Finnboga fyrir áskorunina.
Ég vissi strax hvaða uppskrift ég ætlaði að deila með ykkur, þetta er réttur sem er reglulega á borðinu hjá okkur og er alltaf jafn góður.
Hollur og alveg einstaklega góður kjúklingaréttur sem enginn verður svikinn af
3-4 Kjúklingabringur eftir stærð
1 stk Græn eða gul paprika
1 stk Rauð eða appelsínugul paprika
3 stk Rauður chili pipar (fræhreinsaðir, hann má rífa svolítið í svo í lagi að láta nokkur fræ fylgja með, smekksatriði)
2 stk Hvítlauksrif
Lítil dós ananas kurl
3 msk Fiski sósa td. Frá Thai Pride fæst í Bónus ( Þetta er galdurinn við þennan rétt )
2 dl Kjúklingasoð (vatn og teningur)
100gr Kasjúhnetur ósaltaðar fæst í Bónus frá Sollu
1-2 stk Vorlaukar
Salt og pipar
Olía til steikingar
Skerið kjúklinginn í strimla og saltið og piprið.
Skerið paprikurnar í strimla mér finnst gott að taka strimlana í tvennt.
Saxið chilli og hvítlauk fínt.
Steikið kjötið í olíu á stórri pönnu og bætið hvítlauknum við og steikið í smá stund.
Bætið papriku, chilli og ananas á pönnuna og látið malla í smá stund.
Hellið fiskisósu og kjúklingasoði á pönnuna og látið sjóða ca. 10 mínútur.
Ristið kasjúhneturnar á þurri pönnu (passa að brenna ekki).
Vorlaukurinn skorinn smátt ( eða gróft smekksatriði).
Rétturinn settur í skál eða djúpt fat, hneturnar blandað saman við og vorlauknum stráð yfir
Borið fram með soðnum hrísgrjónum.
Verði ykkur að góðu 🙂
Ég ætla að halda þessari áskorun innan fjölskyldunnar enn um sinn og skora á hana Laugu mína , Sigurlaugu G Þórarinsdóttur, að koma með eitthvað svakalega gott.

Kær kveðja, Leifur Þór Ingólfsson.