Kjúllinn hennar mömmu

Takk kærlega fyrir þessa áskorun Yasmin, ég skorast að sjálfssögðu ekki undan. Nú þegar hausta tekur þá finnst mér ekkert betra heldur en að skella í auðvelda ofnrétti og ekki verra ef þeir innihalda kjúkling. Mamma hefur komið mér á lagið með þennan einstaklega auðvelda og bragðgóða kjúklingarétt en það eru einungis 4 hráefni sem uppskriftin er eftirfarandi:

1-2 pk blandaðir kjúklingabitar
1 krukka DGF apríkósumarmelaði
1 flaska Hunt´s BBQ sósa (ég nota honey mustard)
0,5 lítrar matreiðslurjómi

Innihaldi sósunnar er blandað saman og komið fyrir í eldföstu móti m/loki (einnig hægt að nota álpappír), kjúklingabitarnir settir í sósuna og inní ofn í 50-60 mín á 180°C (miðað við blástur). Voila eins einfalt og það gerist. Borið fram með hrísgrjónum, fersku salati og hvítlauksbrauði.

Að lokum vil ég skora á góðvinkonu mína hana Guðfinnu Rúnarsdóttur en það er einmitt fyrir hennar tilstilli að ég bý hér í þessum yndislega bæ í dag!

Silja Sigurjónsdóttir