Mac Cheese Sigga Ág.

Ég vil byrja á að þakka Snædísi dóttur minni fyrir þetta skemmtilega tækifæri að fá að deila með ykkur uppskrift af einum af mínum uppáhalds réttum. Sem betur fer er það nú svo að við þurfum ekki endalaust að vera að velta fyrir okkur hollustunni og þar kemur þessi réttur til sögunnar.
„Macaroni Cheese“ eða Mac & Cheese eins og flestir kjósa að kalla hann er afar vinsæll „comfort food“ réttur í Ameríku. Rétturinn er fljótlegur og einfaldur, en nánar um það hér;

Það sem þarf til:
•Rjómi 0,5l.
•Ali Beikon 150g.
•Rifin Cheddar ostur 100g.
•Rifin Mozzarella ostur 100g.
•Rifin Parmessan ostur 100g.
•Makkrónur 150g. smátt skorið
•Salt & Pipar

Hvað á að gera:
1.Hitið ofninn í 200°C
2.Sjóðið pastað eins og lagt er til á pakkanum.
3.Skerið beikonið í teninga og steikið á pönnu þangað til það er orðið stökkt.
4.Þegar makkarónurnar eru klárar og búið að hella vatninu af má blanda bæði Cheddar og Mozzarella ostinum saman við.
5.Hellið makkarónunum ásamt ostinum sem nú er bráðnaður yfir beikonið á pönnunni og blandið saman.
6.Bragðbætíð með salt og pipar.
7.Bætið öllum rjómanum útí á sama tíma og þið hafið góðan hita undir pönnunni. Tilgangurinn er að leyfa rjómanum að malla smá og blandast makkarónunum.
8.Dreifið parmessan ostinum yfir pönnuna og stingið inní ofn og leyfið rjómanum að halda áfram að krauma.
9.Mac & Cheese er tilbúið þegar osturinn ofan á pönnunni er orðin gylltur og stökkur.

Gott er að hella nokkrum dropum af Soy sauce útá M&C.
Njótið.
Ég læt pennann yfir til móður minnar Rakelar Olsen sem ætlar að deila með okkur einum af sínum ljúffengu uppskriftum.

Siggi Ág.