Mömmukökur

Ég þakka Elínu Ingu, frænku minni og góðvinkonu, og prjónafrænku barnanna minna, fyrir þessa skemmtilegu áskorun. Tímasetningin hentar einstaklega vel þar sem núna styttist í jólin. Ég er mikið jólabarn og elska allt sem við kemur jólunum (nema kannski jólaþrifin). Það eru jú langt komið fram í nóvember og eru jólin bara rétt handan við hornið og því finnst mér tilvalið að fara að huga jólabakstrinum. Ég held því líka fram að það sé betra að vera búin með jólabaksturinn snemma.

Mömmukökur

125 gr smjör (uppskriftin er með smjörlíki)

250 gr sýróp

125 gr sykur

1 egg

500 gr hveiti

2 tsk matarsódi

1 tsk engifer

Hitið smjör, sýróp og sykur í potti og látið kólna. Hrærið síðan eggið saman við. Blandið hveiti,

matarsóda og engifer saman í skál og síðan saman við smjörblönduna og hnoðið vel saman. Látið deigið bíða yfir nótt. Fletjið deigið þunnt út og mótið hringlóttar kökur, hægt er að nota allskonar form. Alveg hringlótt, blóma eða jafnvel hjarta. Baka í miðjum ofni á 190° hita.

Smjörkrem

150 gr smjör (við stofuhita)

200 gr flórsykur

1 egg (má sleppa og setja 2 msk af vatni í staðin)

Dass af vanilludropum

Smjörkrem þarf að hræra mjög vel og lengi í hrærivél.

Ég set frekar mikið krem á milli og geri tvöfalt magn af kremi strax en ég set alltaf bara 1 egg þrátt fyrir tvöfalt magn af öðrum hráefnum.

Samsetning

Reynið að velja tvær og tvær kökur saman sem eru svipaðar að stærð og lögun og smyrjið smjörkremi á milli. Best með ískaldri mjólk eða heitu súkkulaði og rjóma!

Ég vill skora á liðsfélaga minn og mesta íslenska útlending sem ég þekki, Kristen Denice McCarthy

Gunnarsdóttir. Hún er Ameríkani og heldur fast í Thanksgiving (eða Þakkargjörðahátíð) og hélt eitt sinn rosalega veislu fyrir liðið, ásamt móður sinni. Þar sem Þakkargjörðahátíðin er í lok nóvember þá finnst mér tilvalið að senda boltann yfir á hana í von um að hún deili kannski einum af þessum 15 réttum sem þær buðu uppá.

Bestur kveðjur,
Helga H. Björgvinsdóttir