Morgunmaturinn í Íþróttarhúsinu

Anna María og Gísli Páls.
Finnbogi Þór

 

Núna í janúar höfum við Anna María verið að vinna með mjög hollan Boost drykk í morgunmat.
Þennan drykk kenndi hún Guðfinna hans Ása mér, og bragðast hann mjög svipað og súkkulaði shake.


Góður skammtur fyrir einn:

6 klakar
2 miðlungs stórir bananar
3 hrá egg
1 kúfull teskeið af kakói
Sett í blandarann og þeytt saman. Algjört lostæti.

Fyrir nokkrum árum þjálfaði ég ungan dreng í körfuknattleik sem var mjög samviskusamur í sambandi við allt sem tengdist þjálfun og næringu íþróttamanna, hann drakk upp allan þann fróðleik sem maður gat miðlað honum.
Nú hefur þetta snúist við og er hann duglegur að pikka í mig ef ég er ekki duglegur að æfa eða borða óhollt.
Þannig ég ætla að skora á hið fjallmyndarlega heislugúrú Finnboga Þór Leifsson.
(Fann enga mynd af honum í bol, held þær séu ekki til)

Gísli Páls.