Ofnbakaðar sætar kartöflur fyrir þakkargjörð

Hæ ég heiti Kristen McCarthy Gunnarsdóttir og ég ætla deila með ykkur uppskrift frá mömmu minni, Denise McCarthy. Sætar kartöflur eru uppáhalds maturinn minn en þær eru á borðum á Thanksgiving hátíðinni í heimalandi mínu Bandaríkjunum. Þakkargjörðarhátíðin er haldin árlega á fjórða fimmtudegi í nóvember mánuði og ber upp á 22. nóvember í ár.

Ég ætla að skora á  Birnu konu  Rabba til að koma með næstu uppskrift. Ég hef haft þau forréttindi að smakka matinn hennar og hann er ótrúlega góður matur svo það er rétt að hún deili þessum góðu uppskriftum! Fyrirfram takk, Birna 🙂

Innihald:

1000 gr stappaðar sætar kartöflur (5-6 stk. meðalkartöflur)

55 gr púðursykur

57 gr eða 8 matskeiðar bráðið smjör

120 gr mjólk

1 teskeið vanilluextract

3 slegin egg

Múskat eða kanill, valfrjálst

Topping:

64 gr hveiti

128 gr púðursykur

4 matskeiðar bráðið smjör

110 gr saxaðar pekanhnetur, valfrjálst

28 gr litlir sykurpúðar, valfrjálst

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 175°C og smyrjið eldfast mót.

2. Skrúbbið kartöflurnar og sjóðið í vatni þar til þær eru mjúkar.

3. Skrælið og stappið sætu kartöflurnar. Blandið saman mjólk, púðursykur, vanillu, smjöri og eggjum hrærið vel. Blandið saman við kartöflurnar og setjið í eldfjasta mótið.

4. Topping: Blandið hveiti, púðursykri og smjöri í skal. Bætið pekanhnetum við og dreifið jafnt yfir mótið. Bakið í ofninum þar til toppurinn er gylltur u.þ.b. 25 mínútur. Ef notaðir eru sykurpúðar setjið yfir og bætirð 10 mínútum við baksturstímann. Takið út úr ofni og berið fram heitt.

Gjörðu svo vel  🙂