Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Ofnbakaður kjúklingur

Ég byrja á því að þakka mínum ektamaka fyrir áskorunina, ég ætla að koma með ofur einfaldan kjúklingarétt .

3.dl  púðursykur

1.dl soyjasósa

½ dós aprikósusulta

Kjúklingaleggi eða vængi

Púðusykur, soyjasósa og aprí-kósusulta sett í pott soðið í nokkrar mínútur.

Kjúklingabitarnir settir í eldfast mót sem hefur verið smurt  að innan með olíu.

Púðursykur, soyjasósa og apríkósusultu hellt yfir gott að láta þetta liggja í leginum í 2-4.klst.

Eldað í ofni í 1. klukkutíma.

Ég ætla að skora á matgæðinginn  Eddu Baldursdóttir að koma með næstu uppskrift.