Oumph-Jól

Ákvað að henda inn jólamatnum mínum en

Innbakað Oumph varð fyrir valinu fyrstu jólin mín án kjöts og var þetta sjúklega gott.

1 poki Oumph! Thyme and garlic (fæst ekki í Bónus reyndar en allstaðar annarstaðar)

2 skallotlaukar

1 rauð paprika

Box af sveppum

10 döðlur

2 fernur af Oatly hafrarjóma

1 sveppateningur

Findus smjördeig ( sem er vegan)

Smørbar ( vegan smjör)

Olía

Oumphið,laukurinn, paprikan, sveppirnir og döðlurnar skorið smátt og steikt á pönnu upp úr olíu í 10- 15 mín. Salt og pipar bætt við

oatly hafrarjóma bætt út í og svepptening og leyft að hitna vel án þess að sjóða.

Takið smjördeigsplötu og fletjið út. Skerið í hliðarnar svo hægt verði að flétta deigið.

Setjið oumph blönduna í miðjuna. Lokið sitt hvorum endanum og fléttið svo deigið yfir blönduna.

Pensla svo deigið með oatly hafra rjómanum og inn í ofn við 190 gráður í 20 – 30 mínútur

Sósan gæti ekki verið auðveldari. Steiki sveppi upp úr vegan smjöri og bæti svo Oatly rjóma við og hálfum svepptening.

Trúi ekki öðru en að allir séu sjúkir í að prófa þetta. Allavega Svala Jónsdóttir og Helgi Eiríkssson sem hafa beðið lengi eftir vegan uppskrift 🙂

Ég skora svo á Steinunni Ölvu að koma með uppskrift í næsta blað.