Þriðjudagur , 19. febrúar 2019

Páskalegar kókoskúlur

Ég gat bara ómögulega neitað henni Heiðu Maríu þegar hún bað mig um að …..eða hún bað mig ekkert svo ég gat bókstaflega ekki neitað henni. EN ég er nú ekki manneskja sem skorast undan áskorunum og ef hún Heiða María mín vill einhverja uppskrift af LKL gúmmelaði þá auðvitað fær hún það. Sendi henni svo bara uppskrift á snappinu svo hún geti gert þetta sjálf (sjá mynd).

Nú þegar líður að páskum er auðvitað tilvalið að koma með uppskrift af einhverju páskalegu og þegar maður hefur átt barn á leikskóla þá minna kókoskúlur mann óneitanlega mikið á þann tíma. Ætla því að setja hérna inn eina uppskrift sem ég hef gert nokkuð oft undanfarið. Góðar, auðveldar, hollar og meira að segja krakkarnir (og Haukur) borða þær.

100 gr smjör

1 dl Good Good strásæta (fékkst í Bónus einhvern tíma minnir mig)

½ dl hampfræ og / eða pekanhnetur (nota alltaf bæði)

½ dl chiafræ

2 dl möndlur malaðar (eða saxaðar smátt)

1 tsk. vanilludropar

2 msk. kalt kaffi

2 msk. kakó

Þeytir smjöri og sætunni saman (ekki of lengi samt). Bætir því næst þurrefnum við. Vanilludropar og kaffi koma svo síðast. Þetta er svo mótað í kúlur og velt upp úr kókosmjöli og sett í frysti.

Njótið!!

Ætla að skora á rýjuna mína og æskuvinkonu hana Þórnýju Öldu Baldursdóttur til að koma með næstu uppskrift.