Skinkuhorn Guðrúnar

Ég þakka Maríusi áskorunina, og langar að deila með ykkur uppskrift af skinkuhornum sem við vinkonurnar bökum saman fyrir jólin og markar upphafið af  jólaundirbúningnum hjá okkur.

Uppskrift:

5 ½ – 6 dl hveiti

50 gr smjörlíki

1 tsk salt

1 tsk sykur

35 gr pressuger eða 3 ½ tsk þurrger

2 dl vatn ( ylvolgt)

Við látum 1 matsk kúmen í deigið

 

Fylling:

150 gr. Skinka söxuð

100 gr smurostur

2 matsk púrrulaukssúpa

 

Allt hrært saman.

 

Setjið þurrefnin í skál, myljið smjörlíkið út í, setjið ylvolgt vatnið út í , hnoðið og látið hefast. Hnoðið deigið jafnt og gljáandi, skiptið því í tvennt eða þrennt og búið til bollur.

Fletjið bollurnar út í kringlóttar kökur og skerið með kleinujárni í 8 þríhyrninga, og setjið fyllinguna á og vefjið hornin, setja á plötu, smyrjið með eggi eða vatni og stráið kúmeni á.

Bakað í miðjum ofni við 225°c í 8-10 mín. Það er gott að eiga þessi horn í frysti og hita í ofni . Verði ykkur að góðu.

 

Ég ætla að skora á vinkonu mína Ölmu Diegó að koma með næstu uppskrift, ég veit að hún lumar á einhverju góðgæti til að deila með okkur.

 

Bestu kveðjur.

Guðrún Gunnlaugsdóttir