Snickers hrákaka

Takk fyrir áskorunina elsku Selma Sól.
Mér finnst ótrúlega gaman að baka en hundleiðinlegt að elda svo ég læt Gunnlaug sjá um matinn á heimilinu. Hrákökur eru í uppáhaldi hjá mér fyrir utan marengstertur svo ég ætla að deila með ykkur uppskrift sem ég ,,mixaði” saman úr þremur Snickersköku – uppskriftum

Botn:
200 gr Döðlur, lagðar í bleyti í smá stund (heitt vatn)
50 gr Möndlur
50 gr Pekanhnetur
100 gr Kókosmjöl
1 tsk vanilludropar
Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel saman, ég set oft 1-2 msk af döðluvökvanum út í þá verður botninn vel blautur og klessist vel saman. Setjið smjörpappír í smelluform eða eldfastmót og þrýstið deiginu vel ofan í. Skellið svo botninum í kæli.
Millilag:
2 dl Hnetusmjör
2 msk Hlynsýróp
2 msk Kókosolía
Öllu blandað saman, gott að hræra þetta í hrærivél eða handþeytara. Hellið blöndunni yfir botninn og setjið aftur í kæli. Gott að setja nokkrar salthnetur yfir.
Súkkulaði:
1 dl Kókosolía
1 dl kakó
½ dl agave sýróp
smá vanilludropar

Bræðið kókosolíuna yfir vatnsbaði og setjið svo restina út í. Hellið súkkulaðinu yfir kökuna og setjið í kæli í 30 mínútur.
Þessi er góð með vanilluís eða rjóma, einnig er sniðugt að skera kökuna í litla bita til að eiga í frysti. Ég ætla að skora á vinkonu mína hana Þóru Möggu, einn af eigundum Skúrsins og Skúrinn Pizza joint! Ég er viss um að hún lumar á góðri uppskrift!
Verði ykkur að góðu.

Bestur kveðjur,
Steinunn Alva Lárusdóttir