Súkkulaðibitasmákökur fyrir jólin

Vil ég byrja á að þakka Rakel Olsen fyrir áskorun með uppskrift og í tilefni að það er að styttast í jólin þá vil ég deila með ykkur súkkulaðibitasmákökum sem klikka aldrei og kallast hlunkar.

Uppskrift:
2 dl smjör, mjúkt
4 dl púðusykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
5 dl hveiti
1 tsk matarsóti
1 tsk salt
300 gr. Siríus suðusúkkulaði (konsum)

Hrærið smjörið og púðursykurinn vel saman og bætið eggjunum út í einu í senn ásamt vanilludropunum. Blandi þurrefnunum saman í skál og bætið þeim og gróft brytjuðu súkkulaðinu saman við smjörblönduna. Setjið deigið með teskeið á bökunarpappír á plötu (16 á plötu), hafið gott bil á milli. Bakið við 190°C með blæstri í 8 mín, takið kökurnar af plötunni og látið kólna.
Þessar kökur eru tilvaldar til að skilja eftir í glugganum fyrir jólasveinana í desember.

Ég skora svo á Guðrúnu Gunnlaugsdóttir samstarfskonu mína hjá Agustson ehf. að deila með okkur uppskrift í næsta blaði.

 

Maríus Þór Haraldsson