Súkkulaðihristingur

Elín Inga Lárusdóttir

Ég þakka nöfnu minni og vinkonu fyrir áskorunina og síðustu uppskrift, ís er alltaf málið! Ég kynni hér til leiks súkkulaðihristing sem verður oft fyrir valinu sem morgunmatur hjá mér ásamt harðsoðnu eggi (kolvetni, holl fita og prótein: frábær máltíð). Uppskriftin breytist eftir hugarfari hverju sinni en sendi hér inn tvær útfærslur. Þær eiga það sameiginlegt að minna á súkkulaði en eru kannski að einhverju leiti hollara en það. Uppskriftin er frekar stór en ég skipti skammtinum oft í tvennt og á þá fyrir tvo morgna en það er kannski algjör óþarfi ef maður er svangur.

Það sem þarf:

* 1 þroskaður banani

* 1 lítið avakadó eða ½ stórt

* 2 teskeiðar kakó, vel fullar

* 2-3 ferskar döðlur

* 200-300 ml möndlumjólk

Önnur útfærsla: taka avakadóið út og setja í staðinn annan banana ásamt vel kúfaðri skeið af hnetusmjöri.

Aðferð: Sama hvor útfærslan er valin, setjið allt í blandara og látið hann vinna þar til allt er blandað. Magn af möndlumjólk fer eftir því hversu þykkur hristingurinn á að vera. Drekkið og njótið!

Ég skora svo á frænku mína og kökuskreytingasnillinginn Helgu Hjördísi að senda inn uppskrift í næsta blað.

Bestur kveðjur, Elín Inga Lárusdóttir