Sunnudags prótein vöfflur!

Já ég þakka Gísla kærlega fyrir þessa áskorun.

Uppskrift
50-60 gr. haframjöl
2 egg
1 banani (stappaður)
1 próteinduft/súkkulaði
Öllu er skellt saman í blenderinn, mjólk má bæta ofaní ef þess þarf. Svo er það algjör unaður að smyrja þær með heimagerðu hollustu nutella en annars er líka fínt að smyrja þær bara með hnetusmjöri og skera niður banana og dreifa á vöfflurnar.
Einnig er aðsjálfsögðu hægt að gera pönnsur úr þessu, fínt er að steikja þær upp úr kókosolíu.

Hollustu nutella
240 gr. hakkaðar hesilhnetur
1 ½ teskeið af vanillu dropum
½ dl af kakó
½ af agave sýróp (Sollu)
½ teskeið af salti
1-2 teskeið af kókosolíu
Mjólk eftir þörfum
Hesilhneturnar eru fyrst ristaðar inn í ofni á 200°C í 6-8 mínútur. Eftir það eru hneturnar settar í blandara og honum leyft að vinna vel, svo er öllu hinu bætt ofan í.

Ég ætla svo hér með að skora á föður minn en það er nú alltaf allt gott þegar hann tekur sig til í eldhúsinu.

Bestu kveðjur,
Finnbogi Þór Leifsson