Tortillavefjur

Guðrún Svana

Þakka Hildi Láru mágkonu fyrir áskorunina.
Það hlaut að koma að því að áskorun myndi berast eftir öll þessi ár.
Mér finnst fátt betra en að borða góðan mat, sama hvort um sé að ræða kvöldmáltíðir, kökur eða annað. En þar sem ég er ekki mikil baksturskona og ekki með þolinmæði til að bíða eftir mat, þá á ég það til að gera eitthvað sem er afar einfalt og fljótlegt, en gott.
Þegar kemur að veislum þykir mér fingramatur eða partýmatur best í heimi. Þá kemur að einfaldleikanum. Eitt af mínum uppáhalds eru fylltar tortillavefjur.

Hér kemur uppskriftin:
400 g rjómaostur
1 lítill púrrulaukur
1 lítil rauð paprika
150 g góð skinka
8 tortillakökur

Sneiðið púrrulauk fínt, saxið papriku og skerið skinku smátt. Hrærið öllu saman við rjómaostinn. Smyrjið hrærunni á tortillakökur, rúllið þeim upp og skerið í bita. Gott er að kæla bitana áður en þeir eru bornir fram.

Einnig á ég aðra uppskrift:
400 g rjómaostur
½-1 sýrður rjómi
1 lítill púrrulaukur
1 lítil rauð paprika
8 tortillakökur
Salsasósa

Sneiðið púrrulauk fínt og saxið papriku. Hrærið öllu saman við rjómaostinn og sýrða rjómann. Smyrjið hrærunni á tortillakökur, rúllið þeim upp og skerið í bita. Setjið bitana í eldfast form með salsa sósu í botninu. Gott er að kæla bitana áður en þeir eru bornir fram.
Ég skora á systir mína hana Svövu. Hún fékk bakstursgenin frá mömmu og ætti því ekki að vera í vandræðum með þessa áskorun.

Bestu kveðjur,
Guðrún Svana Pétursdóttir