Uppskrift – 01.06.17 – Gulrótarkaka í skúffu

500 ml hveiti

2 tsk lyftiduft

1 ½ tsk matarsódi

1 tsk salt

2 tsk kanill

1 tsk múskat

500 ml sykur

500 ml rifnar gulrætur

4 egg

200 ml matarolía

250 ml saxaðar hnetur

½ dós ananas (safinn er ekki notaður)

Aðferð:

Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti, kanil, múskati og sykri.

Rífið gulræturnar og saxið hneturnar

Setjið ananasinn í mixara

Hrærið eggjum og olíu saman og blandið hrærunni saman við hveitiblönduna, ásamt ananas, gulrótum og hnetum.

Setið deigið í skúffu og bakið neðarlega í ofni í u.þ.b. klukkustund við 180°C hita.

Kælið svo kökuna.

Krem:

150g rjómaostur

250g flórsykur

Sítrónusafi eftir smekk

Hrærið öllu saman og setjið kremið á kalda kökuna.

Skreytið með ávöxtum ef vill.

Gangi ykkur vel við baksturinn.

Fyrst að penninn er nú kominn hingað út til Austurríkis vil ég skora á Elísu Vilbergsdóttur til að koma með næstu uppskrift.

Björg Ólöf