Uppskrift 15.06.17 – Huevos Rancheros

Huevos rancheros

1,5 msk ólífu olía 

1laukur fínt skorin

1 græn paprika fínt skorin 

2 rauðir chilli fínt skornir og fræin tekin úr 

1 hvítlauks lauf fínt skorið 

1/2tsk óreganó 

2 tómatar fínt skornir 

2 dósir tómatar (400 ML)

 8 egg 

4 tortillur 

100g fetaostur

Setja olíuna a pönnu og steikja laukinn og paprikuna i um 3 mínútur þar til bæði eru orðin mjúk. 

Bæta við chilli og hvítlauk, bæta svo við óreganó fersku tómötunum og tómötunum úr dós. Lata sjóða og lækka svo hitann og láta malla i 8-10 mínútur. 

Búa til 8 holur í sósuna og brjóta enginn ofan i holurnar. Elda eggin i um 5 mínútur. 

Hita tortillurnar og skera svo í 6 sneiðar. 

Bera fram tortillunum og með fetaosti kurluðum yfir herlegheitin 

Eg skora svo a Ólöfu Valdimarsdóttur að senda inn næstu uppskrift.

Katrín Kristjánsdóttir