Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Uppskrift – 24.05.17 – Túnfisksalat með avókadó og kotasælu

Innihald:

1 dós túnfiskur í vatni

1-2 lárperur (avókadó)

1/2 lítill rauðlaukur

1 stór dós kotasæla

ferskt kóríander (ég sleppi því)

salt og pipar

1/2 rautt chili (má sleppa, en mér finnst það nauðsynlegt)

Aðferð:

Avókadó er skorið í fremur litla bita. Rauðlaukur saxaður mjög smátt. Kóríander saxað fremur smátt. Chili er fræhreinsað og saxað mjög smátt. Síðan er öllu blandað vel saman. Þetta salat er svo mjög gott að setja á gróft hrökkbrauð með t.d. tómatsneiðum og/eða káli, en best þykir mér þó að salatið eitt og sér á heimatilbúnu hrökkbrauði. Salatið geymist í boxi með vel þéttu loki í minnst 2-3 daga.

Ég ætla að skora á systur mína hana Björgu Ólöfu til að senda inn næstu uppskrift.