Uppskrift 27.10.16

Ég elda nær aldrei heima hjá okkur þannig að ég stal þessari frá betri helmingnum mínum. Þetta er mjög vinsælt á mínu heimili.

Þessar uppskriftir eru fyrir 4.mynd-m-uppskrift

Ratatouille

 

½ laukur – skorið smátt

½ rauðlaukur – skorið smátt

2 msk olífuolía

Allt sett í pott á háan hita og látið steikjast.

½ eggaldin skorið í tenginga og einnig látið í pottinn

1 papríka skorin í teninga og sett út í

1 hvítlauksrif sett út í

½ Kúrbítur skorinn í tenginga og settur út í

1 dós niðurstoðnir hakkaðir tómar settir út í

¼ tsk garðablóðberg (Thyme)

og síðan er suðan látin koma upp.

 

Hrært í pottinum annað slagið.

 

Þegar suðan er komin upp er hitinn lækkaður og látið malla í ca. 10 mín.

 

Kjúklinga schnitzel með rasp og kókósmjöls hjúp

3 kjúklingabringur skornar langsum í tvennt þannig að það séu tvær þunnar bringur.

 

1/2 bolli hveiti sett í skál

2 egg sett í skál og aðeins þeytt saman

½ bolli af raspi og ½ bolli af kókosmjöli sett í skál og blandað saman.

Hverri bringu er síðan velt upp úr öllum skálunum, fyrst í hveiti skálina, síðan í egg skálina og að lokum í rasp/kókosmjölsskálina. (Nauðsynlegt er að rasp hjúpurinn nái yfir alla bringuna)

Steikt upp úr kókosolíu á pönnu.

Mjög gott er að hafa með þessu steiktar kartöflur sem eru gerðar þannig að fyrst eru karöflunar soðnar að 2/3 þær síðan eru þær skrældar. Eftir það eru þær skornar í sneiðar. Þegar það er búið eru þær steiktar á pönnu upp úr olífuolíu. Salt og pipar sett yfir sem og kúmel.

Skora á Guðbjörgu Valsdóttur til að koma með uppskrift í næsta blað.

-Kristbjörg Kristbergsdóttir