Uppskrift – Brauðréttur

Takk fyrir áskorunina elsku Bjarney

Ég kom með þessa uppskrift reyndar seinast þegar skorað var á mig, en fyrst Bjarney bað um hana þá verður maður nú að verða við bón aðdáendanna 🙂

Brauðréttur Mömmu:

Herdís


1 bolli steiktur laukur
1 bolli laukur
1 brokkolíhaus
½ dós sveppir
½ dós aspas
heilt bréf af skinku
250 gr. Beikonostur
500 gr. Rjómaostur

Aðferð: Grænmetið og skinka skorið niður og steikt á pönnu, steikti laukurinn settur út í.
síðan eru ostarnir settir út í og hrært þangað til þeir eru bráðnaðir. Leyfa þessu að malla í 15-20 mínútur á lágum hita.

Gott er að gera skál úr munkabrauði með því að skera efsta hlutan af og taka innan úr því og setja réttinn ofan í.
þessi réttur fer sérstaklega vel með Tuc kexi

Ég ætla að skora á systir mína hana Ólöfu Rún til að koma með eitthvað gúmmelaði í næsta blað.

Kveðja Herdís Ásgeirsdóttir