Uppskrift – Kornflex-kjúklingur Bjarneyjar

Það fyrsta sem mér datt í hug að senda var einhver ofnæmisuppskrift, til að dreifa vitneskju minni út um allt. En svo mundi ég að ég hef núþegar deilt svoleiðis uppskrift, svo ég spurði minn myndarlega eiginmann og hann stakk upp á uppáhaldsmatnum mínum – KORNFLEX KJÚKLINGUR. Þar sem ég kann ekki elda, fékk ég gamla til að skrifa niður uppskriftina. Dásamlegt er að bera þetta fram með sýrðum rjóma fullum af hvítlauk og villibráðarkryddi.

800 grömm kjúklingalundir

2 meðal sætar kartöflur

2 bollar mulið kornflakes

1 krukka fetaostur í olíu

spínat

Sætar kartöflur bútaðar niður í ca 1cm x 1cm.

Sett í eldfast form, og velt um með helmingnum úr feta krukkunni (bæði osti og olíu)

bakað ca 15 mín á 200.

Formið tekið úr ofninum og þunnu lagi af spínati raðað yfir kartöflurnar.

Kjúklingalundunum velt upp úr restinni af fetaolíunni og svo muldu kornflögunum.

Þeim er raðað yfir kartöflurnar og bakað þar til kjúklingurinn er orðinn gullbrúnn.

 

Ég skora á Herdísi Teitsdóttur að koma með uppskrift – má ég stinga uppá steiktalauks gúmmelaðinu?

 

Bjarney Inga Sigurðardóttir