Vísnagáta 17.10.2013

Geirauðs landnám grænt og fagurt,

þar lifði margur góður maður

Svanurinn þar syndir glaður,

ótrúlega góður staður.

 

Hvað voru mörg bændabýli,

byggð þar upp af landnámslýði.

Þar voru margir góðir siðir,

þó ekki væri allt með friði.

 

Við ættum ekki því að gleyma,

hvar forfeður okkar áttu heima.

Þar andar þeirra yfir sveima,

í æðum okkar áfram streyma.

 

Höfundur:  Theodór Guðmundsson