Jólaísar Mylluhöfðafjölskyldunnar

Ég gat bara ekki neitað henni mömmu um að taka við pennanum þar sem sat á móti henni og hún bað svo fallega.

Ég ákvað að gefa uppskrift af jólaísnum okkar Mylluhöfða-fjölskyldunnar og er alltaf vinsæll .

Tobleroneís

5 eggjarauður

5 msk sykur

150 gr Toblerone brætt

5 dl rjómi

100 gr Toblerone saxað

Egg og sykur þeytt saman í létt og ljóst.

Bræða 150 gr af Tobleroninu yfir vatnsbaði og kæla svo í smá tíma áður en því er helt varlega saman við eggjablönduna.

Rjóminn er þeyttur og bætt saman við eggjablönduna og saxaða Tobleroninu bætt samanvið.

Þetta magn passar i stórt ísmót frá Tupperware og nett formkökumót.

Það bregst heldur ekki að ég geri vanilluís eins og amma gerði.

Það er svo gaman að halda í þessar gömlu hefðir.

Vanilluís

1/2 ltr rjómi

6 egg

100 gr sykur

2 tsk vanilludropar

Eg nota lika innanúr einni vanillustöng.

Eggin eru skilin í sundur og rauður og sykur þeytt saman. Eggjahvíturnar þeyttar sér þar til þær eru stífar.

Síðast er rjóminn þeyttur og öllu blandað varlega saman. Stundum set ég saxað suðusúkkulaði samanvið. Ísblandan sett í gott form og fryst.

Það er mjög gott að hafa berjasósu og Marssósu með þessum ís.

Verði ykkur að góðu og njótið aðventunnar.

Mig langar til að skora á hana Silju Katrínu mína að taka við pennanum. Það verður góð tilbreyting að fara í uppskriftir eftir prófin.

Kveðja Anna María