Smíðastofa GSS skilar þakklæti !

Á vormánuðum hóf ég leit að styrktaraðilum til þess að hjálpa skólanum við að kaupa nýja borðsög/plötusög í smíðastofuna. Sú sem fyrir var, var komin vel til ára sinna og reyndist erfið í notkun ásamt því að öryggi var ábótavant. Þeir sem svöruðu kallinu voru Lionsklúbbarnir tveir, Harpa og Stykkishólms, Þórsnes ehf. og Sæfell ehf. Til þeirra vil ég koma mínu einlæga þakklæti. Þetta var mikil bæting á vinnu umhverfi smíðakennarans.

Fyrir hönd Grunnskólans í Stykkishólmi, Ragnheiður smíðakennari