Átak gegn plasti

Krakkarnir í 6. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar ætla svo sannarlega að láta til sín taka í umhverfismálum. Ætla þau að hafa áhrif með plastrannsóknum, plastlausum áskorunum og hreinsunum en Grunnskóli Snæfellsbæjar er í samstarfi við Landvernd að vinna að þróunarverkefni sem heitir Hreint haf, Ungt fólk á móti plasti. Stefnt er að því að út komi námsefni fyrir grunnskóla um þetta efni að ári liðnu. Það er Margrét Hugadóttir verkefnastjóri hjá Skóla á grænni grein og sérfræðingur hjá Landvernd sem heldur utan um verkefnið og heimsótti hún krakkana í 6. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar á dögunum til að fylgja verkefninu eftir.

þa