Bæjarstjórnarskipti

Síðasti fundur fráfarandi bæjarstjórnar fór fram 6. júní. Kristján Þórðarson hverfur úr bæjarstjórn eftir 16 ára setu og Kristjana Hermannsdóttir eftir 12 ár. Þá hefur Kristjana einnig gengt stöðu forseta bæjarstjórnar á tímabili og formanns bæjarráðs frá árinu 2010. Það er því reynslumikið fólk sem hverfur á braut.
Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar Snæfellsbæjar var haldinn í ráðhúsinu 14. júní. Á fundinum var gengið frá skipan í helstu ráð og nefndir á vegum bæjarins til næstu fjögurra ára.