Þriðjudagur , 19. febrúar 2019

Hvernig gengur ferðamannabransinn?

Margt hefur verið um það rætt hvernig ferðamannaiðnaður standi á ýmsum tímum. Bollaleggingar um árið þegar því var spáð að ferðamannafjöldi myndi fara yfir 1 milljón manns þóttu ótrúlegar en þrátt fyrir að ekki sé langt síðan að þessi umræða var hávær þá hefur ferðamönnum fjölgað mikið og í fyrra voru þeir 2.2 milljónir.

Flesta mánuði þessa árs hefur farþegum fjölgað á Leifsstöð á milli ára og voru 228.000 í júní á þessu ári á móti 198.000 á síðasta ári. Rúmlega ein milljón ferðamanna hafa þegar farið um Keflavíkurflugvöll á þessu ári en heildartala í fyrra var um 2.8 milljónir. Framboð gistingarmöguleika hefur aukist ár frá ári og er sama hvort um er að ræða hótel eða heimagistingar. Gjaldeyristekjur af ferðamönnum á síðasta ári vrou um 503 milljarðar, álafurðir 203 milljarðar og sjávarafurðir 197 milljarðar. Hlutfall ferðamanna á móti íbúafjölda var 5,6 á Íslandi á síðasta ári, 4,7 í Austurríki, 1,9 í Danmörku og önnur lönd undir 0,9. Tölur þessar eru fengar úr mælaborði ferðaþjónustunnar.

Sé litið á tölur í Stykkishólmi sem tengjast ferðaþjónustunni þá eru þær þannig: