Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Jarðstrengur milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur

Af vef Landsnets

Í lok síðasta mánaðar var skrifað undir samning þess efnis að leggja 66 kV jarðstreng á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og byggingu nýrra tengivirkja.

Steypustöð Skagafjarðar mun sjá um vinnuna.

Truflanir hafa verið á norðanverðu nesinu og má rekja þær til loftlínunnar sem liggur frá Vegamótum til Ólafsvíkur. Hún fer yfir Fróðárheiði sem er veðurfarslega erfið. Samkvæmt Landsneti mun ný lína auka áreiðanleika svæðiskerfisins á Vesturlandi og bæta afhendingaröryggi raforku á Snæfellsnesi.

Jarðstrengur var litinn álitlegasti kosturinn, m.a. vegna þess að loftlínulausn samræmist ekki stefnu stjórnvalda um lagningu 66kV raflína í jörð. Einnig var jarðstrengur talinn ódýrari kostur.

Lagning strengsins er fyrirhuguð nú í sumar og árið 2018 er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki.