Snæfellsbæingar ársins

Menningarnefnd Snæfellsbæjar velur á hverju ári Snæfellsbæing ársins. Er hann tilkynntur á 17. júní og er það vel við hæfi. Að þessu sinni voru það hjónin Gylfi Scheving og Jóhanna Hjelm sem voru valin fyrir árið 2017. En þau Gylfi og Jóa eins og hún er venjulega kölluð hafa undanfarna 3 áratugi séð til þess að bæjarbúar séu í góðu formi en þau hafa rekið líkamsræktarstöðina Sólarsport.
Um síðustu áramót stigu þau til hliðar og sonur þeirra Sigurður Scheving og kona hans Marsibil tóku við rekstrinum. Vildi Menningarnefnd með þessu heiðra þau og þakka þeim fyrir þrautsegju, erfiði, elju og brosmildi undanfarna áratugi.

þa