Þriðjudagur , 19. febrúar 2019

Sumardagurinn fyrsti

Sumarið byrjar samkvæmt dagatali fimmtudaginn 19. apríl. Miðað við tíðarfar undanfarið má þó gera ráð fyrir að það finnist ekki á veðrinu að sumarið sé mætt. Spáin gefur reyndar til kynna að hitinn verði réttu megin við núllið.

Sumardagurinn fyrsti, sem einnig er þekktur sem yngismeyjardagur, er fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl og markar upphaf Hörpu. Hann er lögbundinn frídagur og samkvæmt þjóðtrú boðar það gott sumar frjósi vetur og sumar saman. Líklega má rekja þá trú til þess þegar kalt var á vorin var sumar seinna á ferðinni. Tún spruttu þá seinna og nyt búpenings urði betri því þegar sumarið er seinna á ferðinni eru grösin lengur að taka við sér og verða kjarnbetri.

Gleðilegt sumar.