Tónleikar Listvinafélagsins

Þrennir tónleikar verða nú fyrri hluta júlímánaðar í Stykkishólmskirkju og er það allt söngtónleikar.  Tónlistin er fjölbreytt og úr öllum áttum. Tónlistarfólkið sem hefur leikinn núna í júlí eru landskunn og hafa sum komið fram í Stykkishólmskirkju áður: Elísabet Waage hörpuleikari, Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari, Guðni Franzson klarinettuleikari, Björg Þórhallsdóttir sópran og Elmar Gilbertsson tenór. Þau flytja fjölbreytta tónlist, klassíska, íslensk sönglög, óperettur ofl. ofl. Á mánudaginn heimsækir kirkjuna hópur átta íslenskra söngvara sem kalla sig Cantoque og flytja nýjar útsetningar á íslenskum þjóðlögum. Þessi dagskrá er í tengslum við 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Af allt öðrum toga en íslenska tónlist þó, flytur kvartettinn Kurr sem skipaður er þeim Valgerði Guðnadóttur söngkonu, Helgu Laufeyju Finnbogadóttur píanóleikara, Erik Qvick slagverksleikara og Guðjóni Þorlákssyni kontrabassaleikara. Þau flytja eigin útsetningar á tónlist eftir Magnús Eiríksson, Spilverk þjóðanna, Megas ofl. í djasslegum stíl þar sem rödd Valgerðar fær að njóta sín og spilar 11. júlí.

am/frettir@snaefellingar.is