Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfs

Árlegt fótboltamaraþon og uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins í fótbolta fór fram um síðustu helgi. Spilaður var fótbolti í sólarhring og skipt upp tímanum á Stykkishólm, Grundarfjörð og Snæfellsbæ. Fyrr í vikunni höfðu krakkarnir gengið í hús og safnað áheitum og safnaðist vel. Skemmtu bæði krakkarnir og fullorðnir sér mjög vel. Eins og venja er voru veittar viðurkenningar fyrir árangur og framfarir en áður en að því kom sýndi Lísbet Rós frá Grundarfirði dans fyrir gesti.
Leikmenn meistaraflokks karla hjá Víking Ólafsvík aðstoðuðuvið afhendinguna. Iðkendur í 6. flokk og yngri fengu allir viðurkenningarpening og gamla Snæfellsnesbúninginn gefins. En frá 5 flokki og upp úr voru veittar viðurkenningar fyrir framfarir og árangur. Í 5. og 4. flokki voru veittar viðurkenningar fyrir framfarir í sumar bæði hjá strákum og stelpum á yngra og eldra ári í a og b liði. í 3.og 2. flokki voru veittar sömu viðurkenningar bæði hjá strákum og stelpum en einnig fengumarkahæstu leikmenn í hverjum flokki viðurkenningu. Að lokinni veitingu allra þessara flottu viðurkenninga var krökkunum þakkað kærlega fyrir frábært fótboltasumar og þau minnt á að nú hæfist vetrarstarfið og að allir sem væru á eldra ári í sínum flokki myndu nú færast upp í næsta flokk fyrir ofan.

þa/Jökull bæjarblað