Úrskurðarnefnd birtir úrskurð um miðbæ Stykkishólms

22. nóvember s.l. kvað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð vegna kæru sem Queen Eider ehf lagði fram á ákvörðun bæjarstjórnar Stykkishólms að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Stykkishólms, vestan Aðalgötu 27.mars 2017.

Kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Stykkishólms, vestan Aðalgötu er hafnað. Í úrskurðinum segir: „Hin umdeilda deiliskipulagsbreyting felur m.a. í sér að heimilt verður að rífa núverandi hús á lóðinni að Hafnargötu 7, skipta lóðinni í tvær lóðir er fá heitið Frúarstígur 7 og 9 og byggja eitt hús á hvorri lóð í stað þess að byggja við núverandi hús á lóðinni, líkt og áðurgildandi deiliskipulag heimilaði. Er nýju húsunum ætlað að hýsa íbúðir, þjónustu eða hreinlega atvinnustarfsemi.“

Úrskurðinn í heild sinni má lesa á vefsíðu nefndarinnar uua.is

am/frettir@snaefellingar.is