Útlit fyrir slæmt veður

Veðurstofa Íslands varar við mjög slæmu veðri um land allt föstudaginn 24. febrúar.

Búast má við að vindhraði nái víða 20-28 m/s á sunnan- og vestanverðu landinu eftir hádegi á morgun, ásamt mjög hvössum vindhviðum, allt að 40 m/s, segir á heimasíðu veðurstofunnar.

Úrkoma fylgir veðrinu, fyrst snjókoma sem breytist í slyddu og rigningu þegar líður á daginn. Gera má ráð fyrir að skyggni verði slæmt og því ekkert ferðaveður.

Skólaakstri frá Stykkishólmi og Snæfellsbæ hefur verið aflýst vegna veðurs.