FKA Vesturland

Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA er félag á landsvísu sem starfað hefur frá árinu 1999. Hlutverk FKA er að efla tengslanet og styðja kvenleiðtoga til að sækja fram og sameina þá. Félagið vinnur með aðilum á vinnumarkaði, fyrirtækjum, félagssamtökum og hinu opinbera að því að efla og benda á þátt kvenna í stjórnun eða stjórnunarstöðum í atvinnulífinu.
Þrjár deildir FKA eru starfræktar á landsbyggðinni; Norðurlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum. Þessa dagana er í undirbúningi stofnun deildar á Vesturlandi og er stefnt að stofnfundi deildarinnar hér í Stykkishólmi í apríl. Formaður FKA er Rakel Sveinsdóttir og mun hún koma á stofnfundinn. Nánari upplýsingar um stund og stað fyrir stofnfund munu koma fram eftir páska.