Framboðsmál í vinnslu á Snæfellsnesi

Það er kominn mars og um þrír mánuðir til sveitarstjórnakosninga. Framboð eru víða tekin að skýrast t.d. hefur listi Sjálfstæðismanna í Grundarfirði verið samþykktur, L-listi þar er um þessar mundir að boða til funda, lítið hefur frést um lista utan úr Snæfellsbæ og Sjálfstæðismenn í Stykkishólmi auglýsa hér í blaðinu að listi þeirra verði kynntur n.k sunnudagskvöld. Okkar Stykkishólmur hefur boðað framboð en skv. heimildum Stykkishólms-Póstsins mun L-listi ekki bjóða fram hér í Stykkishólmi í vor. Eins og fram kom í blaðinu hér fyrir skömmu þá verður mikil endurnýjun fólks víða um land á framboðslistum og það á greinilega við í Stykkishólmi einnig.

am/snaefellingar.is