Streita fullorðinna minnst á landinu á Vesturlandi

Embætti landlæknis kynnti í gær lýðheilsuvísa ársins 2018 eftir heilbrigðisumdæmum.

Hvers vegna lýðheilsuvísar?
Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að þau geti unnið saman að því að bæta heilsu og líðan.

Vesturland
Hér eru dæmi um lýðheilsuvísa þar sem tölur fyrir
Vesturland eru frábrugðnar tölum fyrir landið í heild.

  • Streita fullorðinna minnst á landinu
  • Þátttaka í 4 ára bólusetningum mest
  • Kannabisneysla fullorðinna undir landsmeðaltali
  • Hlutfall þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman hæst
  • Hlutfallslega fleiri meta líkamlega heilsu slæma
  • Þátttaka barna í skipulögðu íþróttastarfi undir landsmeðaltali