Miðvikudagur , 19. september 2018

Fréttavefur Snæfellsness í loftið

Alveg er það tilvalið svona rétt í vetrarlokin að skella LOKSINS upp fréttavef fyrir Snæfellinga nær og fjær. Þetta er verkefni sem hefur verið á borðbrúninni hjá okkur í Anok margmiðlun í nokkur ár og lénið snaefellingar.is verið til jafnlengi. En nú er komið að því, vefurinn er kominn í loftið.
Vonum við að Snæfellingar taki þessari viðleitni okkar vel og verði duglegir að senda okkur efni á vefinn. Smátt og smátt munu bætast við nýjungar og svo eru auðvitað allar ábendingar vel þegnar um efni og annað uppbyggilegt.