Stórsveitartónleikar

This slideshow requires JavaScript.

Stórsveit Snæfellsness hélt tónleika á Uppstigningardag í Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Sveitin undir stjórn Símonar Karls Sigurðarsonar fékk stórsveitarsnillinginn Samúel Jón Samúelsson, „Samma í Jagúar“ til liðs við sveitina á vorönninni. Tónlistin sem flutt var á tónleikunum var eftir meðlimi sveitarinnar, Samma, sem einnig hafði útsett sérstaklega fyrir sveitina og ýmsa aðra. Vel var mætt á tónleikana, dagskráin var fjölbreytt og skemmtu gestir og spilarar sér vel yfir tónlistinni.

frettir@snaefellingar.is